sunnudagur, 30. september 2007

systkinasyrpa.............

og ein svona matartímamynd í lokin, Steingerði finnst mjög gott og gaman að borða og það nýjasta er þetta "trick" að nota allar nýju tennurnar sínar til að bíta í skeiðina. Svaka gaman !!!
stoltir bræður með súper-systur sína !
sæt stelpa í superman-galla
en mamma nenniru að hætta að mynda og leyfa mér að leggja mig ?????
á leið út í vagn að lúlla í rosalega flottum flísgalla sem Freydís og Jón Kristinn gáfu mér ásamt bunka af flottum húfum eftir Freydísi. Ekki mikil hætta á að mér verði kalt. Þúsund þakkir :o*
Kaja móðursystir kom í smá snyrtingu til mömmu áður en hún flaug til heitu landanna ásamt Smára, Valla og Maju móðursystir..
við brósi að horfa saman á sjónvarpið, fljótlega fékk ég mína eigin fjarstýringu svo hinir gætu haft aðrar í friði ;o)
og beint í fang pabba síns. oh það er svo gott !
nýkomin inn úr göngutúr með mömmu
(S)AFASTELPA ! eins og afi Haddi myndi segja það ;o)
Steingerður Aldís slefar alveg þvílíkt mikið eins og vel má sjá á þessari mynd enda er mikið búið að vera að gera í tanntöku hjá henni 5.stk komnar og sú 6.ta á leiðinni.
Ein töffaramynd af Bárði mínum.
Halldór brósi þurfti að vera nokkrar vikur á hækjunum, og mátti bara halda á litlu systir þegar hann sat. En nú er hann meira og minna laus við þær, honum til mikils léttis var orðinn "pínu" þreyttur á ástandinu.

2 ummæli:

kriss rokk sagði...

Hún Steingerður er glæsileg í þessum Superman galla! Það væri nú gaman ef strákarnir ættu svona galla líka!
Fínar myndir annars, er þetta ekki nýja myndavélin?

krakkatrio.blogspot.com sagði...

já væriru til í á einni af utanferðum þínum að a.t.h. hvort þú finnir ekki svona galla á gaurana ? ha ha ha væri pínu gaman að sjá þennan 15.ára í svol. og hinn svosem líka ! Jú mikið rétt sony vélin er alveg að gera sig á heimilinu, maður verður að hafa góða græju við höndina þegar svona fínar fyrirsætur eru til staðar ! A.N.T.M hvað ? :o)